Dagskrá í Þjóðskjalasafni Íslands

Opið hús í Þjóðskjalasafni Íslands á norrænum skjaladegi 10. nóvember frá kl 12:00 til 16:00. Dagskráin fer fram í skrifstofubyggingu safnsins að Laugavegi 162, 3. hæð, gengið inn um portið. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Dagskrá

Kl. 12:00 – 16:00 Sýning á margvíslegum skjölum og munum frá skátahreyfingunni. Meðal skjala eru gamlar ljósmyndir og kvikmyndir, svo sem kvikmynd frá landsmóti skáta 1962. Sýning kvikmynda hefst kl. 12:15.
Kl. 13:00 Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður: Opnun dagskrár og skjaladagsvefjar.
Kl. 13:05 Ólafur Ásgeirsson, fyrrverandi skátahöfðingi og þjóðskjalavörður: Upphaf skátastarfs á Íslandi.
Kl. 13:20 Björn Jón Bragson sagnfræðingur og fyrrverandi deildarforingi: Loftvarnarsveitir skáta í Reykjavík í seinni heimsstyrjöld.
Kl. 13:40 Formleg afhending á skjölum skátahreyfingarinnar til Þjóðskjalasafns.
Kl. 13:50 Kaffihlé.
Kl. 14:15 Anna Kristjánsdóttir prófessor emerita, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta: Samstarf kvenskáta og drengjaskáta á Íslandi frá upphafi vega.
Kl. 14:35 Hulda Rós Helgadóttir skátaforingi: Reynsla mín af skátastarfi.
Kl. 14:50 Ólafur Proppé fyrrverandi rektor, formaður fræðsluráðs Bandalags íslenskra skáta: Uppeldisgildi skátahreyfingarinnar.
Kl. 15:15 Kvikmyndir sýndar.