Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson.

Sigurður Sigurðsson (1914-1982) frá Hólmi í Vestmannaeyjum var einn fremsti íþróttamaður Íslendinga á sinni tíð og því var vel við hæfi að hann væri í hinum stóra og glæsilega hópi sem Ísland sendi á Ólympíuleikana í Berlín árið 1936. Það sýndi sig að þetta var rétt ákvörðun, því Sigurður stóð sig best allra íslensku þátttakendanna. Hann varð fyrstur Íslendinga til þess að komast í undanúrslit á Ólympíuleikum og setti jafnframt Íslandsmet sem stóð í 10 ár.

Sigurður var einn fjögurra frjálsíþróttamanna sem Ísland sendi á leikana og keppti bæði í hástökki og þrístökki. Hann jafnaði Íslandsmetið í hástökki með því að stökkva 1,80 metra, en komst svo ekki í undanúrslit, til þess hefði hann þurft að stökkva 1,85. Til þess að komast í aðalkeppnina í þrístökkinu þurfti Sigurður að stökkva yfir 14 metra og það tókst í annarri tilraun. Stökkið var viðurkennt sem Íslandsmet, en svo gekk honum ekki eins vel í aðalkeppninni, stökk „aðeins“ 13,68 metra og varð 22 í röðinni í keppninni. Afrek hans í undanúrslitunum réttlætti þó fullkomlega þátttöku Íslendinga á leikunum og verður lengi í minnum haft. Hafa verður í huga að íslensku þátttakendurnir komu frá litlu landi þar sem aðstæður til iðkunar íþrótta voru mjög frumstæðar á þessum tíma og allt íþróttalíf miklum erfiðleikum háð.

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Vestmannaeyja