Tag Archives: Fram

Blikar fagna

Baráttuglaðir Blikar

Blikar fagna

Á myndinni sjást Þór Hreiðarsson (t.h.) og Bjarni Bjarnason (t.v.) baða út höndum. Á milli þeirra sést dómari leiksins, Ragnar Magnússon. Guðmundur H. Jónsson og Ólafur Hákonarson fallast í faðma. Myndin er úr ljósmyndasafni Héraðsskjalasafns Kópavogs og er ljósmyndarinn líklegast Marteinn Heiðarsson.

Um 500 knattspyrnuáhugamenn mættu á Melavöllinn þann 31. október árið 1971 til þess að fylgjast með knattspyrnuleik ríkjandi bikarmeistara Fram á móti Breiðablik, sem þá lék í 2. deild. Veðrið var erfitt viðureignar og bjuggust margir við að leiknum yrði frestað. Framarar sóttu ákaft en án árangurs og náðu baráttuglaðir Blikar að verjast öllum sóknum. Á 35. mínútu leiksins skoraði Breiðablik óvænt þegar Guðmundur Þórðarson, sóknarmaður Breiðabliks, lagði boltann fram hjá markverði Fram og í netið. Þetta reyndist vera eina mark leiksins og tryggði Breiðablik þátttökurétt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í sögu félagsins. Sá leikur fór fram þann 6. nóvember sama ár og var andstæðingurinn Víkingur frá Reykjavík. Leiknum með sigri Reykjavíkurliðsins, en merkilegast við leikinn var að bæði liðin voru á þessum tíma í 2. deild á Íslandsmótinu.

 

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Kópavogs