Nokkru fyrir miðja tuttugustu öld þjálfaði Loftur Guðmundsson ungar stúlkur í Vestmannaeyjum í leikfimi. Á myndinni er hann í hópi stúlknanna sem hann þjálfaði.
Aftari röð frá vinstri: Erna Árnadóttir Bifröst, Erla Ísleifsdóttir, Loftur Guðmundsson, þjálfari og rithöfundur, Magnea Waage og Sesselja Einarsdóttir.
Í miðjunni er Stefanía Sigurðardóttir.
Fremri röð frá vinstri: Fanney Vilhjálmsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir Hoffelli og Lóa Ágústsdóttir Baldurshaga.
Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Vestmannaeyja