Tag Archives: Miðhúsalaugin

Miðhúsalaugin (sundlaugin) í Vestmannaeyjum með sjóveitutankana í baksýn

Miðhúsalaugin í Vestmannaeyjum

Miðhúsalaugin (sundlaugin) í Vestmannaeyjum með sjóveitutankana í baksýn

Miðhúsalaugin (sundlaugin) í Vestmannaeyjum með sjóveitutankana í baksýn. Myndina tók Friðrik Jesson íþróttakennari einhvern tímann á fyrstu starfsárum sundlaugarinnar.

Miðhúsalaugin var opnuð 14. nóvember 1934, með sjómannanámskeiði. Almenningur fékk hins vegar ekki aðgang að lauginni fyrr en sumarið eftir. Laugin var steinsteypt, 20 x 12 metrar að stærð. Dýpt laugarinnar var einn metri að norðan og tveir að sunnan. Fyrstu áratugina var sjór í lauginni. Hún fékk sjó frá sjóveitunni á Skansinum, og var hann hitaður upp í 22-28 gráður, allt eftir veðurfari. Seinna fékk laugin heitt vatn frá Rafstöðinni. Til að fylla laugina þurfti 330 tonn af sjó. Miðhúsalaugin fór undir hraun í eldgosinu á Heimaey í mars 1973.

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Vestmannaeyja