Víðavangshlaup í Kópavogi, líklega árið 1958

Víðavangshlaup í Kópavogi

Víðavangshlaup í Kópavogi, líklega árið 1958

Víðavangshlaup í Kópavogi, líklega árið 1958. Myndin er úr ljósmyndasafni Héraðsskjalasafns Kópavogs og er ljósmyndarinn óþekktur.

Þrír fræknir piltar takast á í víðavangshlaupi er átti sér stað sumardaginn fyrsta árið 1960 í Kópavogi. Á fyrri myndinni er Daði Eysteinn Jónsson fremstur í flokki til vinstri, Franklín Brynjólfsson fyrir miðju og Jón Ingi Ragnarsson til hægri. Í bakgrunni má sjá nýja viðbyggingu við Kópavogsskóla, en í nýju byggingunni var stór fimleikasalur, búningsklefi og húsvarðaríbúð. Á seinni myndinni fylgjast bæjarbúar með lokasprettinum, en Daði Eysteinn vann hlaupið. Jón Ingi kemur næstur á vinstri hönd Daða og Franklín fylgir fast á eftir þeim tveim. Í bakgrunni má sjá Félagsheimili Kópavogs sem var tekið í notkun árinu áður. Þetta var fyrsta skipulagða víðavangshlaup Ungmennafélagsins Breiðabliks.

Víðavangshlaup í Kópavogi, líklega árið 1958.

Mynd 2. Víðavangshlaup í Kópavogi, líklega árið 1958. Myndin er úr ljósmyndasafni Héraðsskjalasafns Kópavogs og er ljósmyndarinn óþekktur.

 

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Kópavogs