Tag Archives: Egill rauði

Á sumarsamkomu Ungmennafélagsins Egils rauða í Kirkjubólsteigi árið 1922.

Ungmennafélagið Egill rauði

Á sumarsamkomu Ungmennafélagsins Egils rauða í Kirkjubólsteigi árið 1922.

Á sumarsamkomu Ungmennafélagsins Egils rauða í Kirkjubólsteigi sennilega árið 1922. Á myndinni sjást tjöld sem reist voru vegna sölu veitinga og fjær eru hestar samkomugesta á beit. Ljósmynd: Björn Björnssson.

Hinn 13.júní 1915 var ungmennafélag stofnað í Norðfjarðarsveit er nefnt var „Ungmennafélagið Egill rauði“. Þá þegar gerðust 22 einstaklingar, 13 karlar og 9 konur, stofnfélagar.

Fyrstu árin sem Ungmennafélagið Egill rauði starfaði undirrituðu nýir félagar eftirfarandi skuldbindingar:

Ég undirritaður meðlimur þessa félags, skuldbind mig til, að vinna að því, að fremsta megni að útrýma allri tóbaks nautn að svo miklu leyti sem hægt er.

Hindra blót og ljótan munnsöfnuð, áfengisnautn og allt sem er siðspillandi. Ég skal vinna af alhug að heill þessa félags, framförum sjálfs míns, andlega og líkamlega og að velferð og sóma þjóðarinnar í öllu því, sem þjóðlegt er, gott og gagnlegt. – Lögum og fyrirskipunum félagsins vil ég í öllu hlýða og leggja fram krafta mína sérplægnislaust til allra þeirra starfa er mér kynni að verða falið á hendur að vinna fyrir félagið.

Meðal þeirra verkefna sem Ungmennafélagið Egill rauði stóð fyrir um áraraðir voru sumarsamkomur í Kirkjubólsteigi í Norðfirði.

Um tíma gaf Ungmennafélagið Egill rauði út handskrifað félagsblað, Vorboða, sem hóf göngu sína árið 1917.

Forsíða fyrsta tölublaðs Vorboða

Forsíða fyrsta tölublaðs Vorboða.

Ungmennafélagið Egill rauði er enn starfandi árið 2012.

Heimildir

  • Smári Geirsson. Norðfjarðarsaga II, síðari hluti frá 1895-1929.
  • Gerðabækur og gögn félagsins í vörslu Héraðsskjalasafns Neskaupstaðar.
  • Myndir í eigu og vörslu Skjala- og myndasafns og Héraðsskjalasafns Neskaupstaðar.

 

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Neskaupstaðar